• Spurningar?
  • Nánari upplýsingar í síma: 412 2600

Hverjir eru endurgreiðsluskilmálar ykkar?

DalPay veitir 30-daga ábyrgð á endurgreiðslum (a) fyrir hverja vöru sem skilað er í upprunalegu ástandi og einnig fyrir vörur sem reynast gallaðar, og (b) fyrir geisladiska sem enn eru í upprunalegu plasti og með innsigli ósnert, eða gallaða geisladiska, nema að lengri skilafrestur sé tiltekinn í lögum, sbr. þriðja kafla laga nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Til að óska eftir endurgreiðslu, þarf að hafa samband við þjónustudeild DalPay með því að skrá sig inn á DalPay síðuna með pöntunarnúmeri, með því að nota leita að pöntun möguleikann, með tölvupósti, eða í gegnum síma.

Hvernig hætti ég við pöntun?

Þú getur hætt við pöntun hvenær sem er áður en hún er send af stað. Vinsamlega athugaðu að ekki er víst að beiðnin verði samþykkt ef varan hefur þegar verið send af stað. Til að hætta við pöntun, þarf að hafa samband við þjónustudeild DalPay með því að skrá sig inn á DalPay síðunni með pöntunarnúmerinu, nota leita að pöntun möguleikann, eða í gegnum tölvupóst eða síma.

Ef ekki er hægt að hætta við pöntunina þá færð þú tölvupóst þegar varan hefur verið send. Þú getur einnig flett upp á stöðu pöntunar með því að skrá þig inn á vefsíðu DalPay með pöntunarnúmerinu eða með því að nota leita að pöntun möguleikann.

Hvernig get ég stöðvað sjálfvirka endurnýjun áskriftar?

Til að stöðva sjálfvirka endurnýjun áskriftar, vinsamlega skráðu þig inn á DalPay vefsíðuna með því að nota pöntunarnúmerið þitt, eða notaðu leita að pöntun möguleikann. Í valmyndinni getur þú gert sjálfvirku skuldfærsluna óvirka. Með því að breyta 'active' úr 'já' yfir í 'nei' stöðvar þú greiðslur áskriftarinnar frá þeim degi. Einnig er hægt að hafa samband við okkur með tölvupósti eða í gegnum síma til að segja upp áskriftinni.

Hvenær mun endurgreiðslan birtast á færsluyfirliti debet- eða kreditkortsins míns?

Endurgreiðslur birtast venjulega á færsluyfirliti viðskiptavinar 3-5 virkum dögum eftir að við höfum framkvæmt þær.