DalPay bætir við CashU greiðslumöguleikanum til að útvíkka sölusvæði inn í Mið-Austurlönd og Norður Afríku

DalPay Retail, alþjóðlega greiðslulausnin frá Snorrason Holdings ehf., hefur nú bætt CashU við greiðslumöguleika fyrir alþjóðlega viðskiptavini sína. CashU möguleikinn opnar fyrir aukin viðskipti frá Mið-Austurlöndum og Norður Afríku (MENA svæðið) með því að bjóða upp á að taka við greiðslum í gegnum þennan vinsæla greiðslumiðil.

Með CashU möguleikanum er mögulegt fyrir vefsíður að víkka út áhrifasvæði sín með því að taka við greiðslum frá viðskiptavinum óháð staðsetningu þeirra, tungumáli, innkomu og stöðu innan bankakerfisins.

CashU er leiðandi í fyrirframgreiddum greiðslulausnum í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku og nýtur umtalsverðra vinsælda innan töluvleikjasamfélagsins og MMOG (Massively Multiplayer Online Games) iðnaðarins.

Þrátt fyrir að vefverslun í heiminum sé mestmegnis drifin áfram af kreditkortafærslum, er reiðufé enn vinsælasti greiðslumátinn í nýrri iðnríkjum s.s. á MENA svæðinu og í Asíu, þar sem einungis um 2% fullorðinna eiga greiðslukort skv. tölum Alþjóðabankans .

Með því að bjóða alþjóðlegum söluaðilum trausta og örugga leið til að taka við greiðslum frá aðilum sem eru ekki í föstum bankaviðskiptum, bjóðum við eigendum vefsíðna réttu verkfærin til að útvíkka rekstur sinn til Mið-Austurlanda og Norður Afríku,” segir Björn Snorrason, forstjóri Snorrason Holdings ehf. “Með þessu opnum við fyrir ný svæði fyrir alþjóðlega netverslun og útvíkkum markaðssvæði viðskiptavina okkar.

Skráðu þig í viðskipti fyrir frekari upplýsingar.

CashU

Posted on 01.20.2015